Góður árangur í stærðfræðikeppni grunnskólanna

Stærðfræðikeppni grunnskólanna var haldin í FVA  á dögunum. Þar mættu nemendur úr 8. - 10. bekk grunnskóla af Vesturlandi og leystu stærðfræðiverkefni. Þeir nemendur okkar sem tóku þátt stóðu sig mjög vel og fengu 10 þeirra viðurkenningar fyrir að vera meðal 30 hæstu. Þar á meðal lenti Ole Peter Ahlbrecht í 1. sæti í flokki 8. bekkinga, Ingibjörg Svava Magnúsardóttir í 2. sæti í flokki 9. bekkinga, og í flokki 10. bekkinga lenti Guðrún Karitas Guðmundsdóttir í 2. sæti. Úrslitin í heild má sjá hér á heimasíðu FVA.