Harry Potter vika í 6. bekk

Andi Harry Potter og félaga hans úr Hogwartskólanum svífur yfir vötnum í 6. bekk þessa vikuna. Búið er að skipta nemendum upp í hópa sem bera nöfn vistanna fjögurra; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Hóparnir vinna að ýmsum verkefnum í anda Hogwarts og í leiðinni er keppni milli hópanna í að iðka góðar dygðir í öllu skólastarfinu, innan bekkjar sem utan. 

Arnbjörg skólastjóri setti á sig flokkunarhattinn í gær og upplýsti nemendur um ákvörðun hattsins varðandi skiptingu í vistir. Hér má sjá Hufflepuff hópinn sem er greinilega til í allt.  

Myndir úr Harry Potter viku.