Heimsókn mennta- og barnamálaráðherra

Í gær kom Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra í heimsókn til okkar í Brekkubæjarskóla.

Hann og aðstoðarmenn hans, Sóley Ragnarsdóttir og Teitur Erlingsson fengu kynningu teymiskennslu í Brekkubæjarskóla, heimsóttu nemendur í nokkrum bekkjum skólans og fengu innsýn inn í skólastarfið.

Nemendur úr nemendaráði kynntu vinnu nemendaráðs í tengslum við nemendalýðræði og nemendur í 6. bekk kynntu draumaskólann og hugmyndir um kennslu í lífsfræði.

Nemendur okkur stóðu sig frábærlega við kynningarnar og voru dugleg að spyrja ráðherrann út í störf hans og hvað mennta- og barnamálaráðherrar gera.

Við þökkum Ásmundi Einari, Sóleyju og Teiti kærlega fyrir komuna.

Myndir frá heimsókninni má sjá hér