Hjóladagur Brekkó

Hjóladagurinn fór fram hjá nemendum á yngsta stigi Brekkubæjarskóla í annað sinn þann 11. maí síðastliðinn.

Nemendur í 1.-4. bekk mættu á hjólum og æfðu sig að hjóla eftir hjólabraut sem sett var upp á skólalóðinni. Þar gátu þau æft sikk sakk, halda jafnvægi á hjóli, hjóla undir og færa hluti með annarri hendinni á milli borða á meðan þau hjóluðu.   Nemendur gátu líka þrifið hjólin sín á hjólaþvottastöð sem sett var upp. 

 Unglingarnir okkar buðu þeim svo að koma í hjólaskoðun þar sem þau skoðuðu hvort allt væri í lagi með hjólin þeirra og ef eitthvað vantaði uppá þá fengu þau blað með sér í vasan heim þar sem krossað var í það sem bætti betur fara.

Lögreglan kom í heimsókn og fylgdist með flottu krökkunum okkar í hjólabrautinni, kíkti á miðann þeirra og gaf þeim skoðunarlímmiða á hjólið. Lögreglan spjallaði líka við alla nemendur yngsta stigs á sal skólans þar sem farið var yfir umferðarreglurnar með þeim og hætturnar sem þau þurfa að vara sig á.

Allir hlustuðu af athygli og spurningaflóðið í lokin lýsti því hversu áhugasöm þau voru um það sem lögreglan hafði að segja. 

Myndir frá þessum skemmtilega degi  má sjá hér