Jeg kunne godt tænke mig en softice med jordbær

Það eru ýmsar leiðir til að nálgast tungumálakennslu. Sumar þeirra leiða ná töluvert langt út fyrir boxið. Það prófuðu þær Sigrún Þorbergs og Sigga Matt þegar þær opnuðu ísbúð í áttunda bekk. Í ísbúðinni gátu nemendur keypt sér ís.

Gjaldið fyrir ísinn var nokkuð nístárlegt en það fólst í því að panta ísinn á dönsku. Því þurftu nemendur að hafa undirbúið sig áður en kom að því að versla. 

Skemmst er frá því að segja að allir nemendur stóðust þetta verkefni og tókst að panta ís og læra nokkur ný dönsk orð í leiðinni. 

Skemmtilegt verkefni sem sýnir að árangur næst í kennslu með því að hugsa út fyrir (ís)boxið.