Leitin - frumsýning 15. febrúar

Nemendur unglingadeildar Brekkubæjarskóla hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur við æfingar á leikritinu Leitin eftir Samúel Þorsteinsson og Heiðrúnu Hámundardóttur. Leikritið er stútfullt af tónlist, dansi og gleði og hentar allri fjölskyldunni og ekki síst börnum.  Frumsýnt verður föstudaginn 15. febrúar klukkan 20:00 í Bíóhöllinni og næstu sýningar verða eftirfarandi:

  • 2. sýning laugardaginn 16. febrúar klukkan 15:00
  • 3. sýning sunnudaginn 17. febrúar klukkan 15:00
  • 4. sýning þriðjudaginn 19. febrúar klukkan 18:00.

Miðasala hefst mánudaginn 11. febrúar og er hægt að nálgast miða á skrifstofu skólans, í síma 433 1300 og í Bíóhöllinni 2 tímum fyrir sýningu.