Vordagar og karnival

Síðustu dagar skólaársins eru helgaðir ýmsum viðfangsefnum sem unnin eru utan veggja skólans. Þar má nefna sandkastalakeppni á Langasandi, útilegu í skógræktinni, fjallgöngu, Fáránleika eldri nemenda og margt fleira skemmtilegt. Veðrið lék við okkur þessa vordaga og má sjá myndir frá vordögum með því að smella hér. 

Daginn fyrir skólaslit er svo farið í skrúðgöngu um nágrenni skólans og endað á heljarinnar karnival á skólalóðinni.  Myndir frá skrúðgöngunni og karnivalinu má skoða með því að smella hér.