Menntabúðir Vesturlands

Síðastliðinn fimmtudag hittust kennarar af öllu Vesturlandi á menntabúðum í Brekkubæjarskóla. Menntabúðirnar eru vettvangur fyrir skólafólk til að miðla af eigin þekkingu og fróðleik og læra af öðrum. Áhersla er lögð á tækni í skólastarfi og fengu þátttakendur að prófa ýmis forrit, tól og tæki sem sniðugt er að nota í kennslu. Myndir frá menntabúðunum má sjá með því að smella hér.