Mötuneyti opnar fyrir 1. - 4. bekk


Eins og fram kom  í upphafi vikunnar þá megum við ekki hafa fleiri en 50 í matsalnum á hverjum tíma. Það er búið að skoða ýmsar leiðir til að geta gefið nemendum hádegismat en eins og staðan er þá getum við eingöngu opnað mötuneytið fyrir nemendur á yngsta stigi (1. - 4. bekkur). Mötuneytið opnar því á mánudag fyrir yngsta stig en nemendur þurfa að sjálfsögðu áfram að taka með sér morgunnesti.
Nemendur á miðstigi (5. - 7. bekkur) þurfa að taka með sér tvöfalt nesti í skólann nema þeir fari heim í hádeginu en þeir hafa leyfi til þess undir þessum kringumstæðum. Það sama gildir um nemendur á unglingastigi (8. - 10. bekkur) en þeir geta líka verslað í sjoppu unglingadeildar sem er opin í frímínútum og í hádegishléi.
Nemendur á frístund frá hressingu þar eins og áður hefur verið.
Við getum alveg átt von á að missa starfsmenn í einangrun og sóttkví og getur því verið að við þurfum að skerða skóladaginn hjá einhverjum bekkjum ef aðstæður verða þannig. Við munum samt leggja allt kapp á að geta verið með óskert skólastarf fyrir yngstu nemendurna.
Við ítrekum við ykkur mikilvægi þess að fara með börnin ykkar í sýnatöku ef þau eru með minnstu einkenni. Ef þau hafa verið veik er mjög mikilvægt að þau fari í sýnatöku áður en þau mæta í skólann.