Múgdans á Akratorgi

Nemendur í 1. - 7. bekk ásamt írskum vinum okkar frá Belfast héldu uppi stuðinu á Akratorgi í gær. Var þar stiginn svokallaður múgdans, eða Flashmob eins og það kallast á ensku, við lagið Fuego. Uppátækið er hluti af Erasmus+ verkefni sem skólinn er þátttakandi í. Myndband af dansinum má sjá með því að smella hér.