Níundi bekkur skorar uppvakninga á hólm í danskeppni

SKÓLASLIT 2: Dauð viðvörun er spennandi og hrollvekjandi lestrarupplifun fyrir áhugasama og forvitna krakka og líka alla hina sem vilja vera með. Lestrarupplifunin er í boði Reykjanesbæjar og er hugafóstur kennsluráðgjafa á Reykjanesi og Ævars Þórs Benediktssonar rithöfundar. 

SKÓLASLIT 2: Dauð viðvörun er hrollvekja sem fjallar um hóp af krökkum á Reykjanesinu sem gufa upp í skólaferðalagi. Enginn veit hvar þau eru eða hvað í ósköpunum gerðist. Fyrr en nú... Á hverjum virkum degi í október birtist einn kafli úr sögunni sem hægt var að hlusta á. 

Nemendur níunda bekkjar voru ein þeirra sem hlustuðu og unnu mikið með söguna. Þau hafa gert, þar á meðal myndasögur og orðavegg þar sem orð úr sögunni eru skilgreind.  

Hluti af vinnunni í kringum söguna var að fást við aðstæður sem Ævar, höfundur sögunnar lagði fyrir. Ein þeirra var að bekkurinn ímyndaði sér að uppvakningar gerðu árás á bekkinn og þau þurftu að gera aðgerðarplan.  

Ekki stóð á svörum og ákváðu að best væri að skora á uppvakningana í Dance-off. Því þótt uppvkaningar séu frábærir dansarar (eins og allir vita), þá eru nemendur Brekkubæjarskóla betri.  

Fyrir þessa tillögu að gagnárás fengu nemendur níunda bekkjar blýanta að gjöf frá Ævari vísinamanni.  

Einnig má nefna að mikil ánægja er með söguna Skólaslit, bæði á meðal nemenda og starfsfólk. Þetta lestrarátak Ævars Þórs Benediktssonar hefur greinilega slegið í gegn.