Öskudagur í Brekkubæjarskóla

Einn af skemmtilegri dögum ársins er vafalítið öskudagurinn þegar ýmis konar furðuverur mæta í skólann í stað nemenda. 

Á öskudag var að þessu sinni ýmislegt í gangi í skólanum. Má þar nefna stöðvar, samsöngur, pílukast, skákmót, keila, söngur og gleði. 

Á hádegi voru nemendur skólans búin og höfðu því tök á að ganga um bæinn í búningum og taka þátt í gleðinni víðsvegar um Akranes. Að afloknum öskudegi eru nemendur komnir í vetrarfrí. 

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 28. febrúar. 

Myndir frá öskudegi má finna hér