Óveður 10. desember

Ágætu foreldrar. 

Á morgun, þriðjudaginn 10. desember, er spáð aftaka veðri á Akranesi.
Skólahald verður ekki fellt niður en ykkur er í sjálfsvald sett hvort þið sendið börnin ykkar í skóla eða haldið þeim heima.
Ef þið haldið börnunum heima viljum við hvetja ykkur til að skrá þau í leyfi í Mentor. Það verður trúlega mikið álag á símanum á skrifstofu skólans.
Við verðum að vita hvaða börn eru ekki væntanleg til að tryggja að enginn sé úti í veðrinu.

Það verður engum nemanda hleypt út í lok skóladags nema í fylgd með forráðamanni ef veðrið verður eins og spáð er. Við biðjum ykkur því að sækja börnin ykkar eða fá einhvern til þess.

Frístundin:

  • Frístund fyrir nemendur 1. og 2. bekkjar verður hér inni í skóla.
  • Frístund fyrir nemendur 3. og 4. bekkjar verður líka hér og starfsmenn frá Þorpinu koma hingað

Þeir nemendur sem fara í frístund fara því ekkert út úr skólanum ef veðurspáin gengur eftir. Frístundin lokar klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar beðnir um að sækja börn sín fyrir þann tíma.