Plastlaus september

Nú er plastlaus september genginn í garð og við sem Grænfánaskóli tökum að sjálfsögðu þátt í því. Líkt og síðasta vetur verður ,,plastlaus nestiskeppni" milli árganga í skólanum sem snýst um að kannað verður hvaða bekkur/árgangur verður með hlutfallslega minnst af nesti í plastumbúðum í september. Vegleg verðlaun í boði fyrir þann bekk/árgang sem stendur sig best.