Rafrænn samsöngur í samkomubanni

Við hættum ekkert að syngja þrátt fyrir að sitja heima. Hópur nemenda og starfsfólks af öllum stigum skólans syngur hér lagið Draumar geta ræst.  Heiðurinn af myndbandinu, fyrir utan söngvarana að sjálfsögðu, eiga tónmenntakennarinn okkar hún Heiðrún og Snorri sonur hennar og var það gert með góðfúslegu leyfi höfundar lagsins, Jóns Jónssonar.

Skemmst er frá því að segja að myndbandið hefur heldur betur slegið í gegn á Youtube og var meira að segja sýnt í þættinum Heimavistin á RÚV. Smellið á hlekkinn hér að neðan og syngið með okkur :)

Brekkó syngur heima - Draumar geta ræst