Síðustu skóladagarnir

Nú styttist í annan endann hjá okkur og næstu daga er dagskráin svona:

  • Miðvikudagurinn 2. júní er hefðbundinn skóladagur.
  • Fimmtudagurinn 3. júní er skertur dagur og lýkur skóladeginum eftir hádegismat, eða um klukkan 12:00. Nemendur borða í mötuneytinu þennan dag.  1. - 6. bekkur fer á Langasand um morguninn og nemendur í 7. - 10. bekk halda sína árlegu Fáránleika. 
  • Föstudagurinn 4. júní er hefðbundinn skóladagur.
  • Mánudagurinn 7. júní er skertur dagur og lýkur um klukkan 12:00. Hver árgangur er með sitt prógramm þennan dag og allir fá hádegisnesti frá mötuneytinu.  Mánudaginn 7. júní verður líka útskrift 10. bekkinga, og hefst með veislumáltíð handa þeim klukkan 13:00. Nánari upplýsingar um athöfnina eru farnar til foreldra útskriftarnema.
  • Þriðjudagurinn 8. júní er karnival- og skólaslitadagur. Haldið verður karnival á skólalóðinni með ýmsum leikjum sem endar með því að allir fá grillaðar pylsur. Að því loknu fara nemendur með umsjónarkennurum sínum í stofur og fá afhenta vitnisburði.