Skólasetning 23. ágúst

Ágætu foreldrar

Enn er veiran að gera okkur lífið leitt og hafa áhrif á skólasetninguna hjá okkur annað árið í röð.

Í okkar huga er skólasetningardagur hátíðisdagur í hugum okkar flestra og þá vill sem betur fer stór hluti foreldra mæta með börnunum sínum. Þetta á sérstaklega við um foreldra fyrstu bekkinga sem eru að hefja tíu ára grunnskólagöngu og stíga stórt skref í lífinu.

Vegna fjöldatakmarkana og nálægðarreglu ætlum við að hafa skólasetninguna eins og í fyrra.

Okkur finnst lykilatriði að foreldrar fyrstu bekkinga geti fylgt börnunum sínum á skólasetningu og við vitum að allir hafa fullan skilning á því. Foreldrar barna í 2.-10. bekk geta aftur á móti ekki fylgt sínum börnum inn en þið getið að sjálfsögðu fylgt þeim á skólalóðina þar sem kennarar taka á móti þeim.


Skólasetning er mánudaginn 23. ágúst. 

 1. bekkur: 

  • Nemendur mæta í tveimur hollum á skólasetningu í bekkjarstofur. Skipt eftir stafrófsröð. 
    • Kl. 9:00 – nemendur; Agnes til Jóhanns 
    • Kl. 9:45 – nemendur; Jón til Þórðar 
  • Gengið inn um innganginn sem snýr upp að Heiðarbraut, þar sem verið er að laga skólalóðina okkar.
  • Foreldrar mæta með grímur.

 2. – 10. bekkur 

  • Nemendur mæta kl. 11:00 fyrir utan skólann, Heiðarbrautarmegin
  • Umsjónarkennarar hitta nemendur úti á skólalóð og fara svo með þeim upp í stofu.   

 Fyrsti kennsludagur er þriðjudagurinn 24. ágúst. Kennsla hefst kl. 8:10 og skólinn opnar kl. 7:45. Þá eru skólaliðar í öllum anddyrum til að taka á móti nemendum. Frá 8:00 eru stuðningsfulltrúar komnir inn í stofur og/eða á ganga. Vegna sóttvarnarreglna þurfa foreldrar að kveðja börnin sín fyrir utan skólann. Í einstaka tilfellum munu foreldrar þurfa að fylgja börnum sínum inn og við biðjum ykkur að hafa umburðarlyndi gagnvart því að það eigi bara við í einstaka tilfellum. Þeir foreldrar sem þurfa að koma inn verða að vera með grímu. 

 Við viljum biðja alla alla sem eiga erindi í skólann að koma inn um Kirkjuhvolsanddyrið og gefa sig fram við skrifstofuna. Þannig tryggjum við sóttvarnir eins og hægt er án þess að hafa skólann læstan. 

 Með fyrirfram þökk fyrir að sýna skilning og vinna þetta með okkur áfram. Saman getum við allt. 

 Við hlökkum til samstarfsins við ykkur í vetur. 

 Starfsfólk Brekkubæjarskóla