Skólastarf frá og með 2. desember

Enn eru engar tillögur komnar frá yfirvöldum varðandi áframhaldandi skólastarf.
Núverandi reglugerð gildir fram á miðnætti annað kvöld (þriðjudagskvöldið 1. desember) og við vitum því ekki enn hvað nýjustu tillögur munu fela í sér. Við ætlum því að halda áfram með skipulagið okkar miðvikudaginn 2. desember og halda því þannig þar til annað kemur í ljós.

Á miðvikudag munu því oddatölu árgangar (5., 7. og 9. bekkur) mæta í skólann frá kl. 8:00 - 11:30 og árgangar sem byrja á sléttri tölu (6., 8. og 10. bekkur) mæta í skólann frá kl. 12:00 - 15:00. Þannig verður skipulagið þar til annað verður ákveðið.
Kennsla í 1. - 4. bekk verður með sama hætti og hefur verið.

Þegar reglugerðin verður klár þá munum við upplýsa ykkur um stöðuna og framhaldið.