Skráning á aðalfund foreldrafélagsins

Aðalfundur foreldrafélagsins verður þriðjudaginn 2. desember kl. 17:30.
Við ætlum að nota Teams og til þess að þeir sem vilja fá orðið á fundinum geti það þarf að bjóða öllum inn á fundinn með boði á netfangi viðkomandi.
Kosið um breytingar á lögum félagsins og verður það gert á meðan á fundi stendur.
Við viljum því biðja þá foreldra sem ætla að mæta á fundinn að senda tölvupóst á netfangið arnbjorg@brak.is og taka fram í póstinum það netfang sem á að senda fundarboðið á.
Athugið að ekki er nóg að senda póstinn úr netfanginu, það þarf líka að skrifa netfangið inn í póstinn.
Við hvetjum alla foreldra til að tilkynna þátttöku og taka þátt í öflugu foreldrastarfi.