Söngkeppni Samfés

Sunnudaginn 9. maí fer söngkeppni Samfés fram í Bíóhöllinni á Akranesi og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Þar mun hún Hanna Bergrós Gunnarsdóttir stíga á svið og syngja fyrir hönd Arnardals. Hanna Bergrós er í 10. bekk í Brekkó og gríðarlega efnileg söngkona. Útsendingin hefst klukkan 15:00.