Stærðfræðikeppni FVA

Nemendur Brekkubæjarskóla sem voru í efstu 10 sætunum í sínum árgangi.
Frá vinstri: Anna Valgerður,…
Nemendur Brekkubæjarskóla sem voru í efstu 10 sætunum í sínum árgangi.
Frá vinstri: Anna Valgerður, Lilja Petrea, Kinga, Sandra Björk, Annika og Ísak Orri.
Á myndina vantar: Kacper Tomasz, Dawid Andrzej og Arnór Val.

Á hverju ári heldur FVA stærðfræðikeppni grunnskóla á Vesturlandi. Þá er nemendum af unglingastigi í öllum skólum Vesturlands boðið að spreyta sig. Brekkubæjarskóli tók að sjálfsögðu þátt og tóku um 60 nemendur í 8. 9. og 10. bekk þátt.

Nú um helgina fór fram verðlaunafhending þar sem þeim nemendum sem lentu í efstu 10 sætunum var boðið til kaffiveitinga og verðlaunaafhendingar. Í 8. bekk áttum við tvo nemendur, í 9. bekk þrjá nemendur og í 10. bekk fjóra nemendur.

Tveir nemendur komust á pall og hlutu að launum peningaverðlaun í boði Norðuráls.
Í 9. bekk var Kinga Bohdan í 2. sæti og í 10. bekk var Anna Valgerður Árnadóttir í 3. sæti.

Við óskum öllum þeim tóku þátt til hamingju með sinn árangur.