Stóra upplestrarkeppnin

Upplestrarkeppnin hefur verið fastur liður í 7. bekk í mörg ár. Undirbúningur hefst formlega á degi íslenskrar tungu. Unnið er að því að styrkja nemendur í framsögn og framkomu.
Allir nemendur 7. bekkjar tóku þátt í ár.
Keppnin fer fram í þremur umferðum.
Fyrsta umferð fór fram í febrúar. Þar komu allir fram og lásu ljóð að eigin vali fyrir allan árganginn. 14 nemendur komust áfram i undanúrslit.
Undanúrslitin fóru fram 9. mars í sal skólans þar sem þessir 14 nemendur lásu samfelldan texta úr bókinni Orri óstöðvandi, hefnd glæponanna annars vegar og ljóð að eigin vali hins vegar. Dómnefnd valdi 6 nemendur áfram i úrslit sem fara fram i Tónbergi fimmtudaginn 23. mars.
Þeir nemendur sem komust áfram og munu keppa til úrslita í Tónbergi þann 23. mars eru:Aðalheiður Ísold, Arnór Dagur, Aron Kristinn, Hrafnkatla Jóna, Hafdís Ylfa og Stefán Kári.
Við óskum þessum glæsilegu lesurum til hamingju!
Hér má sjá myndir frá undanúrslitunum.