Þýskir vinir í heimsókn

Dagana 26.  - 30. apríl voru í heimsókn hjá okkur 17 þýskir krakkar frá Charlotte Salomon Grundschule í Berlín í Þýskalandi. Þau eru öll á aldrinum 11 - 12 ára og með þeim í för voru nokkrir kennarar og starfsmenn skólans. Krakkarnir gistu flestir á heimilum krakka í 6. bekk og fengu að vera með þeim í skólanum í tvo daga. Að auki gerðu þau og skoðuðu heilmargt í ferðinni og fóru m.a. sund og Guðlaugu, skoðuðu vitana okkar og fóru einnig Gullhringinn svokallaða og skoðuðu Þingvelli, Gullfoss og Geysi.
Heimsóknin er liður í Erasmus+ verkefni en Brekkubæjarskóli hefur undanfarin ár tekið þátt í nemendaskiptaverkefnum sem þessum. Í framhaldinu af þessari heimsókn er ætlunin að sækja um styrk til að fara með hóp nemenda úr Brekkubæjarskóla til Berlínar.
Það var margt skemmtilegt brallað þessa daga sem þau voru hjá okkur og ótrúlega gaman að sjá hvað þýsku og íslensku krakkarnir náðu vel saman í leik og starfi.