Upp með sjálfstraustið og ekki gefast upp!

Mánudaginn 20. janúar klukkan 18:00 mun Brúin í samstarfi við grunnskólana, FVA og Akraneskaupstað-Heilsueflandi samfélag bjóða foreldrum og öðrum áhugasömum á fyrsta fræðslukvöld ársins 2020. Fyrirlesturinn verður í Tónbergi.
Þar ætla þær Anna Steinsen og Ragný Þóra að að ræða við foreldra um þeirra hlutverk, hvernig foreldrar geta eflt sjálfstraust sitt og barna sinna og hversu mikilvægt það er að efla seiglu og þrautseigju barna og unglinga.

Nánar má lesa um fræðslukvöldið með því að smella hér.