Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi

Lokahátíð upplestrarkeppni grunnskólanna á Akranesi fór fram í Tónbergi í gær. Þar stigu á stokk 12 upplesarar úr 7. bekkjum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla og lásu texta í bundnu og óbundnu máli. Þriggja manna dómnefnd fékk svo það erfiða verkefni að velja best upplesarana úr hvorum skóla fyrir sig. Varð niðurstaðan sú að Margrét Björt Pálmadóttir var valin upplesari Brekkubæjarskóla og Magnea Sindradóttir var valin upplesari Grundaskóla. Til hamingu stelpur!

Myndir og nánari umfjöllun um upplestrarkeppnina má sjá með því að smella á þennan hlekk.