Útvarp Akranes - Jólakrakkar

Útvarp Akranes fer í loftið núna á föstudaginn og stimplar þar með aðventuna inn hjá Skagamönnum. Dagskrána má sjá hér að neðan og viljum við vekja sérstaka athygli á þættinum Jólakrakkar sem er á dagskrá klukkan 9:30 á laugardagsmorguninn. Þar munu nemendur okkar úr 5. bekk vera við stjórnvölinn og flytja efni sem þeir eru búnir að vera að undirbúa síðustu daga. Þeir munu segja frá skólastarfinu, flytja frumsamdar sögur og ljóð, segja brandara og flytja tónlist. Einnig ætla þau að fræða hlustendur um jólin, segja frá áhugamálum sínum og taka viðtöl við áhugavert fólk. Ekki missa af Jólakrökkum Brekkubæjarskóla á laugardagsmorguninn!