Vasaljósalestur

Lestrarstundin ,,Allir lesa" var síðastliðinn mánudag. Eins og gerist og gengur eru sumir nemendur í sundi eða leikfimi þegar lestrarstundin er og lesa því við óhefðbundnar aðstæður. Krakkarnir í 2. bekk voru til dæmis í íþróttatíma og þar voru þeir ekki bara með bók í hönd, heldur vasaljós líka. Ljósin voru slökkt í salnum og svo var lesið við birtu frá vasaljósi. Myndir frá vasaljósalestrinum má skoða með því að smella hér.