Smiðjur

Á stundaskrá nemenda í 8. - 10. bekk eru smiðjutímar á stundatöflu einu sinni í viku, 3 kennslustundir í senn. Í smiðjum er nemendum skipt í hópa og vinna hóparnir að þematengdum verkefnum. Unnið er í 6 vikna lotum. Þemun í smiðjum veturinn 2017 - 2018 eru eftirfarandi: 

 • Heimsálfurnar 
 • Heilbrigði og velferð 
 • Góðgerðarsmiðja (endar með basar) 
 • Umhverfið - neysla og samgöngur 
 • Kort og líkön 
 • Vísindasmiðja (endar með sýningu) 

Nemendur vinna í aldursblönduðum hópum og í lok hverrar lotu fer fram einhvers konar kynning eða sýning á afrakstri vinnunnar. 

Markmið með smiðjuvinnunni eru eftirfarandi: 

 • Efla sjálfstæði og sköpun í námi 
 • Auka samvinnuhæfni 
 • Þjálfa skipulagshæfni 
 • Efla lýðræðisleg vinnubrögð 
 • Efla frumkvæði 
 • Auka fjölbreytni og val nemenda - leiðir í námi og verkefnaskil 
 • Efla tjáningu og miðlun 
 • Efla skapandi og gagnrýna hugsun