Á stundaskrá nemenda í 1. - 10. bekk eru smiðjutímar á stundatöflu 1 - 2 í viku, 3 kennslustundir í senn. Í smiðjum er nemendum skipt í hópa og vinna hóparnir að þematengdum verkefnum.
Nemendur vinna í aldursblönduðum hópum og í lok hverrar lotu fer oft fram einhvers konar kynning eða sýning á afrakstri vinnunnar.
Markmið með smiðjuvinnunni eru eftirfarandi:
- Efla sjálfstæði og sköpun í námi
- Auka samvinnuhæfni
- Þjálfa skipulagshæfni
- Efla lýðræðisleg vinnubrögð
- Efla frumkvæði
- Auka fjölbreytni og val nemenda - leiðir í námi og verkefnaskil
- Efla tjáningu og miðlun
- Efla skapandi og gagnrýna hugsun
Dæmi um viðfangsefni í smiðjum veturinn 2019 2020:
1. og 2. bekkur:
- Jólasmiðja með listgreinaívafi
- Vísinda- og tilraunasmiðja
- Umferðarsmiðja
3. og 4. bekkur:
- Vísindasmiðja
- Dýrasmiðja
- Valsmiðja
5. og 6. bekkur:
- Ísland - landmótun
- Ísland - landshlutar
- Nýsköpunarsmiðja
- Umhverfis- og náttúrufræðismiðja.
7. og 8. bekkur:
- Sjálfsrækt
- Námstækni
- Trúarbrögð
- Nýsköpun
- Akranes, nærumhverfið mitt