Bæjarstjórn unga fólksins

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18  í dag, þriðjudaginn 20. nóvember, klukkan 16:30. Þar munu stíga á stokk fulltrúar ungmenna bæjarins og funda með bæjarfulltrúum um málefni sem snerta ungt fólk á Akranesi. Fundurinn er öllum opinn og einnig er hægt að hlusta á beina útsendingu á FM 95,0.