Einelti - tilkynningar og aðgerðaáætlun

Skilgreining á einelti:

Einelti er ójafn leikur þar sem einn aðili eða fleiri hafa ítrekað farið yfir persónuleg mörk annars aðila með líkamlegu, andlegu eða félagslegu ofbeldi eða félagslegri einangrun. Einelti getur þrifist alls staðar þar sem samskipti eiga sér stað án tillits til aldurs fólks, vitsmunaþroska, efnahags, stéttar, stöðu eða búsetu.

Eineltisteymi er starfrækt við skólann. Það skipa fulltrúar skólastjórnenda og stoðþjónustunnar og kennarar eru kallaðir inn þegar við á. Teymið fundar reglulega og eftir þörfum.

Þegar tilkynning um grun um einelti berst er boðað til fundar í eineltisteymi skólans sem setur málið í viðeigandi farveg og hefur samband við alla hlutaðeigandi aðila. Hefðbundinn farvegur eineltismála skiptist í könnunarþrep, lausnaþrep og eftirfylgd.

Foreldrar og skóli geta leitað ráðgjafar hjá skóla- og frístundasviði Akraneskaupstaðar ef ekki tekst að finna viðunandi lausn innan skóla

Hér að neðan er hægt að skila inn tilkynningu vegna gruns um einelti í Brekkubæjarskóla. Hægt er að tilkynna með rafrænum hætti eða með því að prenta út eyðublað á PDF formi, fylla það út og skila til kennara eða skólastjórnenda. 

Rafræn tilkynning um grun um einelti.

Tilkynning um grun um einelti á PDF formi.

Frá árinu 2012 grunnskólarnir á Akranesi unnið eftir samræmdri aðgerðaáætlun í eineltismálum. Hér má lesa áætlunina í heild.