Frístundin Brekkusel er í boði fyrir nemendur í 1. og 2. bekk og er til húsa á efri hæð íþróttahússins við Vesturgötu. Þar er í boði skipulagt frístundastarf eftir að skóladegi lýkur til klukkan 16:15 eftir þörfum hvers og eins, en í samræmi við gildandi reglur fyrir Frístund.
Í ágúst 2025 tók Þorpið frístundamiðstöð við rekstri Brekkusels, frístundaheimilis Brekkubæjarskóla. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs
Opnunartími frístundar er frá lokum skóladags á yngsta stigi og til kl. 16:15 alla virka daga. Börn eru skráð í frístund í gegnum skráningarkerfi Völu – við hvetjum ykkur til að ganga úr skugga um að skráning sé í lagi og að allar upplýsingar séu réttar, svo sem upplýsingar um íþróttaæfingar og/eða aðrar tómstundir.
Deildarstjóri frístundar er Arnar Freyr Sigurðsson (arnarfs@brekko.is), en hann er í leyfi eins og er. Staðgengill hans er Herdís Magnúsdóttir (herdis@brekko.is), og hægt er að ná í frístund í síma 433-1327 og í síma 433-1250 fyrir klukkan 12 að morgni.
Ef þið hafið spurningar, ábendingar eða vangaveltur varðandi starfsemi frístundar, hvetjum við ykkur eindregið til að hafa samband við Herdísi eða Arnar.
Markmið Frístundar er að skapa börnunum öruggt og uppeldislega jákvætt umhverfi utan hefðbundis skólatíma. Lögð er áhersla á frjálsan, skapandi leik úti og inni, hreyfingu, góða samvinnu/samskipti milli starfsfólks og foreldra og góða samvinnu milli skólans og Frístundar. Yfirleitt er Frístundin opin á skipulagsdögum. Þá daga er opið frá 13:00-16:15. Lokað er í Frístundinni í jóla- og páskafríi og á öskudag.
Á haustin byrjar Frístundin sama dag og skólinn hefst og lokar á vorin daginn fyrir karnival.
Frístundaheimilið Krakkadalur í Þorpinu er starfrækt fyrir nemendur í 3. og 4. bekk úr Brekkubæjarskóla og Grundaskóla. Opnunartími þar er frá því skóla lýkur á daginn til klukkan 16:15. Þar gefst foreldrum kostur á að lengja viðveru barna sinna í skólanum eftir þörfum hvers og eins, en í samræmi við gildandi reglur fyrir Frístund.
Gjaldskrá fyrir Frístund er háð ákvæðum bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar. Sótt er um dvöl á frístundaheimilinum hér í gegnum skráningarkerfi Völu.