Frístund

Frístundin Brekkusel er í boði fyrir nemendur í 1. og 2. bekk og er til húsa á efri hæð íþróttahússins við Vesturgötu.  Þar er í boði skipulagt frístundastarf eftir að skóladegi lýkur til klukkan 16:15 eftir þörfum hvers og eins, en í samræmi við gildandi reglur fyrir Frístund. 

Markmið Frístundar er að skapa börnunum öruggt og uppeldislega jákvætt umhverfi utan hefðbundis skólatíma. Lögð er áhersla á frjálsan, skapandi leik úti og inni, hreyfingu, góða samvinnu/samskipti milli starfsfólks og foreldra og góða samvinnu milli skólans og Frístundar. Frístundin er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 13:20-16:15.  Yfirleitt er Frístundin opin á skipulagsdögum. Þá daga er opið frá 13:00-16:15. Lokað er í Frístundinni í jóla- og páskafríi og á öskudag.

Á haustin byrjar Frístundin sama dag og skólinn hefst og lokar á vorin daginn fyrir karnival.

Forstöðumaður Frístundar er Arnar Freyr Sigurðsson, netfang arnarfs@brak.is.

Símanúmerið á Frístund er 433 1327. 

Frístundaheimilið Krakkadalur í Þorpinu er starfrækt fyrir nemendur í 3. og 4. bekk úr Brekkubæjarskóla og Grundaskóla. Opnunartími þar er frá því skóla lýkur á daginn til klukkan 16:15. Þar gefst foreldrum kostur á að lengja viðveru barna sinna í skólanum eftir þörfum hvers og eins, en í samræmi við gildandi reglur fyrir Frístund. 

Gjaldskrá fyrir Frístund er háð ákvæðum bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar. Sótt er um dvöl á frístundaheimilinum í gegnum íbúagátt á www.akranes.is.