Hvað er í matinn: Val nemenda

Eitt af því sem spratt upp úr vinnu með nemendum var Val nemenda.

Með því er átt að nemendur skólans velja einn rétt á matseðil í mötuneytinu einn dag í mánuði. 

Fyrirkomulagið á því hvernig valið er á matseðilinn er mjög lýðræðislegt. Hver árgangur kýs um þann mat sem árgangurinn vill bjóða upp á í mötuneytinu. Þannig fá allir nemendur skólans að koma að því að velja á matseðilinn.

 

 Hér má finna kynningarmyndband matarnefndar sem er skipuð nemendum um verkefnið.