Skólaheilsugæsla

Heilsuvernd skólabarna er hluti af þjónustu Heilsugæslu HVE Akranesi. Unnið er samkvæmt leiðbeiningum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu.  

Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Skólahjúkrunarfræðingur sem sinnir heilsuvernd skólabarna vinnur í náinni samvinnu við forsjáraðila, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þjónusta heilsuverndar skólabarna er skráð í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru forvarnir, heilbrigðisfræðsla, skimanir og bólusetningar. 

Á heimasíðu Heilsuveru má finna nánari upplýsingar um heilsuvernd grunnskólabarna, bólusetningar, skimanir, heilsueflandi viðtöl og heilbrigðisfræðslu. Einnig er þar að finna mikið af ráðleggingum og fræðslu um heilbrigðistengd málefni. 

Mjög mikilvægt er að forsjáraðilar láti skólahjúkrunarfræðing vita ef barn er með fötlun eða langvinnan og/eða alvarlegan sjúkdóm, s.s. sykursýki, ofnæmi, flogaveiki, blæðingarsjúkdóma eða aðra alvarlega sjúkdóma sem geta stefnt heilsu/lífi þess í bráða hættu.  

Skólahjúkrunarfræðingur Brekkubæjarskóla er Ólöf Lilja Lárusdóttir, netfang oloflilja@brekko.is

Viðverutími er mánudaga til fimmtudaga frá 8:30-14:00