Sálfræðiþjónusta

Sálstofan ehf. þjónustar Brekkubæjarskóla og eru sálfræðingar á þeirra vegum í skólanum að jafnaði einu sinni í mánuði. Aðstaða fyrir sálfræðiþjónustu er í fundarherbergjum skólans á annarri hæð. Foreldrar og kennarar nemenda geta óskað sálfræðiaðstoðar vegna ýmissa erfiðleika, svo sem erfiðleika við nám, hegðun, samskipti og vegna vanlíðunar af einhverju tagi. Sálfræðingarnir sinna athugunum og greiningum á vanda barna og veita börnum, foreldrum og starfsfólki ráðgjöf og stuðningsviðtöl. Algengast er að skóli, að höfðu samráði við foreldra,  vísi máli til sérfræðiþjónustunnar, en einnig geta foreldrar leitað beint eftir aðstoð. Eftir að tilvísun hefur borist er nánari upplýsinga leitað hjá þeim sem þekkja barnið best, svo sem foreldrum barnsins og árgangateymi. Eftir viðtöl og greiningu á vanda barnsins eru tillögur til úrbóta kynntar og málinu fylgt eftir í samræmi við þær.