Móttaka nýrra nemenda

Þegar nýr nemandi er skráður í skólann þurfa foreldrar/forráðamenn að koma á skrifstofu skólans og fylla út eyðublað með helstu upplýsingum um nemandann. Einnig er hægt að nálgast eyðublaðið rafrænt hér og skila inn útfylltu til ritara eða fylla út form í íbúagáttinni á heimasíðu Akraneskaupstaðar.  Áður er nemandinn hefur skólavistina formlega er honum boðið að koma í skólann, hitta tilvonandi umsjónarkennara, fá afhenta stundatöflu og skoða húsnæði skólans. 

Þegar nýr nemandi kemur í bekk velur umsjónarkennari tvo nemendur af sama kyni til þess að sjá um nýja nemandann í fjórar vikur. Í sumum tilfellum aðlagast nýr nemandi fljótt og þá lýkur hlutverki þessara aðstoðarnemenda. Umsjónarkennari fer yfir með  aðstoðarnemendunum til hvers er ætlast af þeim og er hlutverk þeirra sem hér segir:

  • Að fylgja nýja nemandanum í allar sérgreinar.
  • Að sýna skólahúsnæði.
  • Passa að nýi nemandinn sé ekki einn í frímínútum og/eða eyðum og fylgja honum á skemmtanir á vegum skólans og Arnardals.