Almennt

Við leggjum mikla áherslu á nemendalýðræði í Brekkubæjarskóla. Í því felst að nemendur hafi sem mest að segja um nám sitt og leitast er við að þeir hafi sem mest val.  Það er stefna skólans að auka nemendalýðræði í öllu skólastarfi þannig að nemendur geti haft áhrif á daglegt skólastarf og skólaumhverfi. Skólinn hefur markvisst skapað  leiðir fyrir nemendur til þess að koma sínum hugmyndum á framfæri og taka þátt í að gera þær að veruleika.