Mötuneyti

Í mötuneyti Brekkubæjarskóla býðst nemendum að kaupa heita máltíð í hádeginu og fara pantanir fram í gegnum TimianÞar er að finna matseðla fyrir tvo mánuði í einu og hægt er að haka við einstaka máltíðir, ákveðna vikudaga eða velja allt tímabilið í senn. Hægt er að fá aðstoð við skráningu í Timian á skrifstofu skólans. Greiðsluseðlar berast síðan í heimabanka greiðanda eða í pósti til þeirra sem það kjósa. Leitast er við að bjóða upp á fjölbreyttan og hollan mat og eru ávextir og salatbar í boði með öllum máltíðum. Verð fyrir máltíðina árið 2024 er kr. 550 en verðskrá tekur breytingum um áramót.  

Einnig er hægt að kaupa mjólkuráskrift fyrir veturinn, en þær pantanir fara ekki í gegnum Timian heldur fá nemendur með sér miða heim sem foreldrar fylla út í upphafi skólaárs. Miðanum er síðan skilað á skrifstofu skólans ásamt greiðslu. Mjólkuráskrift fyrir allan veturinn kostar kr. 4.000.

Matseðlar fyrir janúar - apríl 2024.

Matseðlar fyrir maí og júní 2024.