Stóru morgunstundirnar

Fjórum sinnum á skólaárinu eru haldnar svokallaðar morgunstundir í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Morgunstundir eru hátíðir tengdar dygðum vetrarins og taka allir nemendur og starfsfólk þátt í þeim.  Lögð áhersla á söng, dans og leikin atriði. Veittar eru viðurkenningar fyrir jákvæða hegðun, rætt um dygðir vetrarins, nemendur flytja atriði og allir taka þátt í fjöldasöng. Foreldrum og aðstandendum er boðið að koma og fylgjast með og eru morgunstundirnar ávallt vel sóttar. Síðasta morgunstund vetrarins er jafnframt skólaslitaathöfn.