Lestrarstefna

Á vordögum 2010 var tekin ákvörðun um að ráðast í gerð lestrarstefnu fyrir grunnskólana á Akranesi. Markmiðið var að sameina í eina heild þrjár kennsluaðferðir í læsi í formlega lestrarstefnu, það er Byrjendalæsi, Orð af orði og Gagnvirkan lestur. Í þessum aðferðum felast leiðir sem stuðla að árangursríku lestrarnámi í víðum skilningi. Þær miða allar að því að nálgast viðfangsefnin á heildstæðan hátt, efla skapandi vinnu með tungumálið, stuðla að samþættingu við aðrar námsgreinar/námssvið og samvinnu í námi og leik.
Lestrarteymi voru sett á laggirnar í báðum grunnskólum í því skyni að vinna að mótun lestrarstefnunnar og unnu þau náið með kennurum um útfærslu. Áhersla var lögð á að móta einfalda, nothæfa og skýra lestrarstefnu sem gæfi heildarsýn á lestrarkennsluferlið.

Lestrarstefna grunnskólanna á Akranesi