Valgreinar

Smellið hér til að sjá þær valgreinar sem verða í boði í lotu 3 vorið 2021.

Valgreinar standa nemendum í 8. - 10. bekk til boða og er þeim ætlað að auka fjölbreytni í námi. Þar er boðið upp á ákveðnar greinar og velja nemendur hvað þeir vilja fara í. Valgreinar eru kenndar á mánudögum og fimmtudögum, 2 kennslustundir hvorn dag. Nemendur eru í tveimur valgreinum, einni hvorn dag sem valið er kennt,  en skipta á 6 vikna fresti.​ ​ Reynt er að koma flestum nemendum í þá valgrein sem þeir setja í fyrsta sæti á valblaði en það er ekki alltaf hægt þar sem sumar greinar eru mjög vinsælar.  Brekkubæjarskóli hefur lagt áherslu á að valgreinar séu fjölbeyttar.  

Í valgreinakennslu er skólaárinu skipt í 4 lotur og er hver lota um 6  7 vikur að lengd. Á milli lota er ein vika sem ekki eru kenndar valgreinar, en tíminn notaður til námsmats og til að klára verkefni ef þarf. 

Hægt er að sækja um að fá tónlistarnám, skipulagt íþrótta- eða tómstundastarf  eða setu í nemendaráði metið sem valgrein. Þeir nemendur sem fá það eru þá í vali einu sinni í viku en ekki tvisvar.