Skólasöngurinn

Skólasöngur Brekkubæjarskóla

Í skólann við komum öll kurteis og góð

af kennslunni verðum við margvís og fróð.

Við lærum að vinna hér saman í sátt

og samheldni og virðingu metum við hátt.

 

Og þá syngja allir:

Skólinn minn, skólinn minn

hann skal verða bestur

ég skylduna finn.

 

Á leikvelli úti er líf bæði og fjör

og lánsöm við erum að eiga slík kjör.

Við hoppum og skríkjum með bolta og band

og bregðum oss stundum í Skógrækt og Sand.

 

Og þá syngja allir:

Skólinn minn, skólinn minn

hann skal verða bestur

ég skylduna finn.

 

Og seinna er við komum og heimsækjum hann

í huganum gleður það konu og mann

að rifja upp fjölmargt sem forðum til bar

og finna í minningum andann sem var.

 

Og þá syngja allir:

Skólinn minn, skólinn minn

hann skal verða bestur

ég skylduna finn.

 

                Texti: Ingi Steinar Gunnlaugsson

                Lag: Wild Rover (No, nay, never)