Bókaormar Brekkó 2019

Úrslitin í spurningakeppninni Bókaormar Brekkubæjarskóla fór fram á sal skólans þriðjudaginn 26. nóvember. Eftir harða keppni stóð 6. BS uppi sem sigurvegari með 62 stig en hann keppti á móti 7. BS sem fékk 47 stig. Í sigurliðinu voru Almar Sindri Daníelsson Glad, Dalrós Líf Richter og Sandra Björk Freysdóttir. Í lið sjöunda bekkjar voru Anna Valgerður Árnadóttir, Matthea Kristín Watt og Viktor Freyr Ólafsson. Þau sem skipuðu liðin voru þó ekki ein um að svara spurningunum því leita mátti til bekkjarfélaganna um aðstoð í flestum þáttum keppninnar. Látbragðsleikarar liðanna voru: Annika Danielsdóttir Schnell fyrir 6. BS og  Sóley Birta Grímsdóttir fyrir 7. BS. Keppt er um farandbikar sem Hallbera Jóhannesdóttir gaf til keppninnar. Verður hann í varðveislu 6. BS fram að næstu keppni.