Bókasafnsdagurinn í Brekkó

Anna Lea fékk viðurkenningu fyrir að giska næst fjölda bóka.
Anna Lea fékk viðurkenningu fyrir að giska næst fjölda bóka.

Bókasafnsdagurinn var haldinn hátíðlegur á skólasafni Brekkubæjarskóla þann 9. september síðastliðinn. Þar á meðal var boðið uppá að svara spurningu dagsins, „Hvað eru margar bækur á skólasafninu?“ Alls svöruðu 166 einstaklingar. Fjöldi bóka á safninu er í dag 19007 og sú sem var næst réttu svari var Anna Lea, nemandi í 3. bekk sem giskaði á 20 þúsund bækur. Á myndinni má sjá hana taka við bók að gjöf fyrir að vera næst rétta svarinu. Einnig var boðið uppá að teikna uglu út frá bókasafnsmerkinu og út frá þeim myndum er verið að búa til slagorðið „Lestur er bestur“. Það var mikið líf og fjör á safninu þennan daginn og margar uglur litu dagsins ljóss.