Dagur gegn einelti

 8.nóvember hvert ár er helgaður baráttunni gegn einelti.  Á þessum degi, sem og aðra daga, eru jákvæð samskipti, í fyrirrúmi og ýmis verkefni tengd betri samskiptum unnin í öllum árgöngum. Í tilefni dagsins fóru allir nemendur skólans, starfsfólk og nemendur frá Teigaseli út í morgun og trommuðu í 7 mínútur, eða eina mínútu fyrir hvern dag vikunnar. Myndir frá deginum má sjá með því að smella á þennan hlekk.