Framúrskarandi kennari

Þann 5. október er alþjóðadagur kennara og af því tilefni voru tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna tilkynntar. Heiðrún Hámundar, tónmenntakennari við Brekkubæjarskóla er ein af þeim sem er tilnefnd í flokknum Framúrskarandi kennari. Við erum alveg rífandi stolt af Heiðrúnu og hún er svo sannarlega vel að tilnefningunni komin. 

Hér má sjá meira um Íslensku menntaverðlaunin.