Fyrirlesturinn Mamma, pabbi og Muni

Þriðjudaginn 7.nóvember kl. 20:00 verður boðið upp á fyrirlesturinn Mamma, pabbi og Muni - þroskasaga á sal Brekkubæjaskóla.
Vanda Sigurgeirsdóttir og Jakob Frímann ásamt syni þeirra Muna fjalla um ýmis mál sem tengjast uppeldi og þroska. Fjallað verður um kvíða og þunglyndi, feimni, félagskvíða, uppeldisaðferðir, samskipti foreldra og barna, systkinakærleik, mistök, baráttur og sigra. Þau munu fara yfir áskoranir Muna í glímu hans við félagsleg og andleg vandamál, þ.a.m. þunglyndi – og hvernig saga hans og þeirra getur nýst öðrum.
Fyrirlesturinn er ætlaður foreldrum og fagfólki sem vinnur með börn, einnig ömmum og öfum og öðrum áhugasömum.
Þau leggja áherslu á að skilja ykkur eftir með bjargráð þegar andleg veikindi steðja að og hvernig samskipti fjölskyldunnar eru lykill að árangri.