Hljómur verður til

Einhver kunna að eiga minningar af því að taka fyrstu skref sín í tónlist á bauka undan Quality street sælgætinu og potttum

Það þarf nefnilega ekki alltaf flókin hljóðfæri til að búa til hljóð. Því hafa nemendur fyrsta bekkjar fengið að kynnast en þau hafa búið til hristur úr tveimur hráefnum; flöskum undan LGG og hrísgrjónum. 

"Þau hafa uppgötvað ýmislegt í kringum þessa vinnu. Til dæmis að því meira sem er af hrísgrjónum í flöskunum - því minna heyrist. Þegar hver og einn nemandi er orðinn sáttur við hljóðið sem kemur úr hristunni er hægt að stofna hljómsveit." Segir Sigrún Þorbergsdóttir en hún kennir krökkunum í fyrsta bekk tónmennt. 

Það er greinilegt að í þessum hóp eru tónlistarmenn framtíðarinnar og ekki langt þangað til við munum sjá þessi andlit í húsbandi skólans.