Kartöfluuppskera

Í vor settu krakkarnir í 3. bekk niður kartöflur í garðinum við Byggðasafnið í Görðum. Núna eru kartöflubændurnir komnir í 4. bekk og í gær var komið að því að huga að uppskerunni. Það var mikill handagangur í öskjunni þegar kíkt var undir grösin og kartöflurnar teknar upp og uppskeran mjög góð. Það hafa því væntanlega verið nýuppteknar kartöflur með kvöldmatnum á ansi mörgum heimilum 4. bekkinga í gær.
Sjá má nokkrar myndir með því að smella á hlekkinn.