Lokun skólans fram yfir páskafrí

Kæru foreldrar 

Eins og fram kom á upplýsingafundi í dag eru grunnskólar lokaðir frá miðnætti 24. mars. Allir nemendur eru því komnir í páskafrí. 

Skólinn verður opinn til kl. 19:00 í kvöld, fimmtudagskvöldið 24. mars, til þess að þið eða nemendur getið komið og sótt fatnað og annað sem nemendur þurfa að hafa heima í páskafríinu. Hægt er að nálgast þetta í bekkjarstofum. Munið að vera með grímur. 

Við vitum ekkert hvernig skólastarf verður eftir páska en við sendum tölvupóst til ykkar um leið og það er ljóst. Búið ykkur samt undir að fá engar upplýsingar fyrr en seinni partinn 6. apríl. 

Við óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að þið getið átt notalegt frí með ykkar nánustu þrátt fyrir harðar samkomutakmarkanir.