Skólahreysti

Í gær keppti Brekkubæjarskóli í riðlakeppni Skólahreysti. Keppnin fór fram í Kópavogi og var sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Í liði Brekkubæjarskóla voru:

  • Karl Þór Þórisson og Dagný Líf Kristófersdóttir sem kepptu í hraðaþraut.
  • Einar Margeir Ágústsson og Ragna Ruth Ingólfsdóttir sem kepptu í einstaklingsgreinum.
  • Varamenn voru Guðbjarni Sigþórsson og Ingibjörg Svava Magnúsardóttir

Krakkarnir stóðu sig með miklum sóma og fóru leikar svo að þau lentu í 5. sæti í sínum riðli. Frábær frammistaða og við erum afar stolt af þeim. Jónsi virðist líka voða ánægður með Brekkóliðið eins og sést á neðri myndinni :)